Nýr Mercedes-Benz V

Stór og notadrjúgur.

Lífið er fullt af hjartfólgnum atvikum. Það er jafn einstakt og nýr Mercedes-Benz V. Tilfinning fyrir akstursánægju og afli eru ráðandi þættir í smíði hans. Hann fyllir vegina af hreinni lífsþrá. Hann er ökutæki sem tekið er eftir hvert sem leiðin liggur.

Aðdráttarafl

Mikill. Einstakur.

Áhrifaríkur framendi og einstæð formhönnun. Fullkomin alúð í hverju einasta smáatriði. Nýr Mercedes-Benz V býður upp á fjölbreytilegt innanrými og um leið akstursupplifun sem líður ekki úr minni. Hann vekur eftirtekt, hvort sem þú ert á ferð með alla fjölskylduna eða í viðskiptaerindum með bílinn þéttsetinn gestum.

Akstursánægja

Hver einasti spölur er ánægjuauki.

Aflmikill og snarpur - á þennan hátt samtvinnar nýr Mercedes-Benz V afl og þægindi. Í honum samtvinnast einnig mikið innanrými og lipurð úti í umferðinni en ekki síður einstæð sparneytni og mikil afkastageta. Með fullkominni hljóðeinangrun hefur tekist að halda veg- og vélarhljóðum í algjöru lágmarki.

Aðlögunarhæfni

Út frá rýminu ræðst stærðin.

Nýr Mercedes-Benz er ávallt til reiðu, hvort sem er til daglegra ánægjustunda eða einfaldlega ferðalaga eða tómstunda. Það er nóg rými til að geyma allt sem nauðsynlegt er að hafa meðferðis og auk þess fjöldi frábærra lausna sem gera skipulagninguna auðveldari. Ein þeirra er aðskilin opnun á afturglugga1 sem auðveldar til muna hleðslu og afhleðslu bílsins.

1) Staðalbúnaður með Mercedes-Benz V AVANTAGARDE, valbúnaður að öðru leyti.

Ábyrgð

Hugsað til framtíðar.

V-línan er ökutæki sem þú getur treyst á. Akstursstoðkerfi og öryggisbúnaður veita ökumanni stuðning við allar akstursaðstæður og bíllinn setur ný viðmið á því sviði. Hann tekur einnig ábyrgð til framtíðar á umhverfinu með aflmiklum en um leið einkar sparneytnum vélum.

  • Nýja V-línan. Í fullri stærð. Kynntu þér í fyrsta sinn hápunkta nýju V-línunnar.
  • Nýja V-línan. Í fullri stærð. Kynntu þér í fyrsta sinn hápunkta nýju V-línunnar.
  • Nýja V-línan. Í fullri stærð. Kynntu þér í fyrsta sinn hápunkta nýju V-línunnar.
Deila

Deildu þessu

Sýndu vinum þínum nýju V-línuna

Hlaða niður

Skoðaðu nokkrar sérvaldar myndir af nýju V-línunni á skjánum.

Fáðu nánari upplýsingar

Óskaðu eftir ítarlegum upplýsingum um nýju V-línuna

LOKA